Úti á Túni er menningarfélag sem er með aðsetur í Verbúðunum á Húsavík. Að því standa einstaklingar sem hafa mikinn áhuga á fjölbreyttu og blómlegu menningarlífi. Það stendur meðal annars fyrir kvikmyndasýningum og ýmsum minni viðburðum. Hægt er að senda póst á okkur á utiatuniverbudum@gmail.com og finna okkur á facebook.

Tuesday, February 5, 2013

Menningarfélagið Úti á Túni vaknar af værum blundi

Nú nýlega vaknaði menningarfélagið af værum blundi og félagsmenn bæði gamlir og nýir eru uppfullir af áhuga og hugmyndum.Við höfum flutt aðsetur okkur úr Túni niður í Verbúðir og erum komin með nýja facebooksíðu Úti á Túni í Verbúðum sem myndi gleðja okkur mjög ef ykkur myndi líka við hana. Stefnt er á fyrsta menningarviðburð nú í febrúar og er undirbúningur í fullum gangi. Við hvetjum alla áhugasama til að fylgjast með og láta okkur endilega vita ef þið hafið hugmyndir að skemmtilegum litlum viðburðum sem við gætum haldið.

Tuesday, March 6, 2012

LornaLab Reykjavík og Arduino stýribretti - Kynning Úti á Túni
























Halldór Úlfarsson myndlistarmaður og Þráinn Hjálmarsson tónskáld eru meðlimir í félagskapnum Lornalab í Reykjavík (reykjavikmedialab.is) og munu kynna þann starfa stuttlega en félagskapurinn ungi hefur verið vettvangur fyrir fólk með áhuga á skapandi notkun tæknilegra miðla og telur vísindafólk, listafólk og ýmiskonar sérfræðinga meðal félaga.

Við munum líka kynna Arduino stýribrettið (http://arduino.cc/) lauslega fyrir áhugasömum. Arduino er frábær opinn vélbúnaður (e. open source) sem má nota í velflesta stafræna stýringu á vélbúnaði, sem viðmót nema við tölvu osfrv. Þetta er einfaldara en það hljómar og í stuttu máli sagt eru líkur til að Arduino sé lausnin á fjöldamörgum vandamálum hönnuða, hobbýista, listamanna og grúskara þar tölvustýring myndi nýtast. Stýribrettið er bæði ódýrt og furðu einfalt fyrir byrjendur að átta sig á.

Við munum kynna eitt prójekt þar sem arduino er nýttur til stýringar, um ræði kvikmynda rigg með færslu á tveimur ásum. Sjá hér:
http://www.halldorulfarsson.info/unrealized/robomaster
"hausinn" á rigginu er með í för og við munum nota það sem dæmi til að sýna hvað er hægt að gera með arduino.
Líkur eru til að dórófónn komi líka með og verði kynntur lítillega:
http://www.halldorulfarsson.info/halldorophones/halldorophone5

Áhugasamir um stafrænt, vélrænt, hljóðrænt grúsk eindregið hvattir til að mæta.

VIÐBURÐURINN ER Í TÚNI (ÚTI Á TÚNI MEGIN) KL. 20 - MIÐVIKUDAGINN 7. MARS

Wednesday, June 22, 2011

artsave hugmyndasamkeppni

















artsave er farandtilraunastofa.
Árið 2010 kom artsave fyrir gámi niðri við Reykjavíkurhöfn á frumkvæði að og styður tilraunir, alþjóðlegtÍ sumar verður artsave gámnum komið fyrir við artsave efnir til samkeppni um útlitshönnun artsave.
Leggðu fram tillögu um hönnun útveggja
Til greina kemur heildstætt málverk, teikning, límfilma, úðamálun, yfirborðsklæðning eða hvaðeina, sem
þér dettur í hug. Einnig er mögulegt að taka þakflöt gámsins með í myndina og útbúa þrívíddar uppsetningu,
úr viði eða öðru efni, ofan á gámnum eða á hliðum hans. Byggingarviðbætur eins og stigi eða annað slíkt eru líka mögulegar, en þurfa að vera öruggar í notkun.
Sjá nánar á http://www.artsave.is/
gámsins og býður þér hér með til þátttöku.
til að setja upp artsave tilraunastofuna og til þess að rannsaka og kanna.
Hestamiðstöðina Saltvík í nágrenni Húsavíkur, þar sem hann verður fram að næsta artsave verkefni.

Thursday, June 9, 2011

Vinnuskólinn í umhverfisfræðslu og Hugmyndasmiðju

Partur af því að vera í vinnuskóla snýst um að fá fræðslu af ýmsu tagi, þar á meðal umhverfismál.  Við gripum tækifærið fyrst að veðrið var leiðinlegt  og fengum krakkana í Tún þar sem Arnhildur Pálmadóttir fór yfir nokkur atriði varðandi umhverfi okkar, sem dæmi hversu lengi plast er að brotna niður í náttúrunni (allt að 1000 ár) og hversu margar jarðir þyrfti ef allir jarðarbúar hefðu sama lífsstíl og við Íslendingar (það er rúmlega tvær jarðir)...  Helstu verkefni vinnuskólans er að snyrta umhverfið og hreinsa rusl.  Eitt af því sem þyrfti að hreinsa en er ekki gert eru tyggjóklessur.  Í framhaldi af fræðslunni fékk starfsfólk vinnuskólans það verkefni að koma með góðar og skemmtilegar lausnir á því hvernig hægt er að leysa tyggjóklessuvandamálið.  Unnið var í fjórum hópum og eftirfarandi hugmyndir komu fram:

Tyggjóland: Í þeirri hugmynd fólst að senda allt tyggjó til "Tyggjólands" (í líkingu við Lególand) þar sem allt væri gert úr tyggjói, bílar, tré hús og götur.  Fólk gæti sent notað tyggjó þangað og fengið að vita í hvaða hluta tyggjóið þeirra var notað.  Hópurinn var:  Gauti, Bjarki, Gunnar og Karolina.

Gum tyggjóveskið:  Jörðin er ekki tyggjóveski.  Útbjó hópurinn því lítið veski sem geymist vel í vasa eða stærra veski þar sem hægt er að setja notað tyggjó í og losa síðan í ruslatunnu eða heima.  Í hópnum voru:  Hrannar, Steini, Grétar, Elfa, Brynja.

Tirggjó:  Hópurinn fann upp vél sem endurvinnur tyggjó til ýmissa nota eins og byggingarefni, í föt, rólur, húsgögn og margt fleira.  Fólk yrði ráðið í vinnu til að safna upp tyggjói af götum.  Í hópnum voru. Jónas Þór, Gunnar Berg, Viktor, Mikael, Aron.

Allt sem fer upp fer aftur niður:  Hópurinn fann upp vél sem notar tyggjó sem gjaldmiðil.  Til dæmis gæti vélin verið eins og vélar í tívólíum þar sem hægt er að vinna bangsa, tyggjó, nammi eða annað dót þannig að maður borgar með notuðu tyggjói og fær eitthvað í staðinn.  Í hópnum voru: Kristinn, Bjarni, Óðinn og Olli.



Tuesday, June 7, 2011

Myndlistarsýning nemenda í Borgarhólsskóla

Í dag er í gangi myndilstarsýning nemenda í Borgarhólsskóla í tilefni af skólaslitum. Þar er að finna alls kyns myndir og fjölbreytt myndefni eftir nemendur í 2. bekk og upp úr. Nemendurnir settu sjálfir upp sýninguna í samstarfi við kennarann sinn Arnþrúði Dagsdóttur.