Úti á Túni er menningarfélag sem er með aðsetur í Verbúðunum á Húsavík. Að því standa einstaklingar sem hafa mikinn áhuga á fjölbreyttu og blómlegu menningarlífi. Það stendur meðal annars fyrir kvikmyndasýningum og ýmsum minni viðburðum. Hægt er að senda póst á okkur á utiatuniverbudum@gmail.com og finna okkur á facebook.

Thursday, June 9, 2011

Vinnuskólinn í umhverfisfræðslu og Hugmyndasmiðju

Partur af því að vera í vinnuskóla snýst um að fá fræðslu af ýmsu tagi, þar á meðal umhverfismál.  Við gripum tækifærið fyrst að veðrið var leiðinlegt  og fengum krakkana í Tún þar sem Arnhildur Pálmadóttir fór yfir nokkur atriði varðandi umhverfi okkar, sem dæmi hversu lengi plast er að brotna niður í náttúrunni (allt að 1000 ár) og hversu margar jarðir þyrfti ef allir jarðarbúar hefðu sama lífsstíl og við Íslendingar (það er rúmlega tvær jarðir)...  Helstu verkefni vinnuskólans er að snyrta umhverfið og hreinsa rusl.  Eitt af því sem þyrfti að hreinsa en er ekki gert eru tyggjóklessur.  Í framhaldi af fræðslunni fékk starfsfólk vinnuskólans það verkefni að koma með góðar og skemmtilegar lausnir á því hvernig hægt er að leysa tyggjóklessuvandamálið.  Unnið var í fjórum hópum og eftirfarandi hugmyndir komu fram:

Tyggjóland: Í þeirri hugmynd fólst að senda allt tyggjó til "Tyggjólands" (í líkingu við Lególand) þar sem allt væri gert úr tyggjói, bílar, tré hús og götur.  Fólk gæti sent notað tyggjó þangað og fengið að vita í hvaða hluta tyggjóið þeirra var notað.  Hópurinn var:  Gauti, Bjarki, Gunnar og Karolina.

Gum tyggjóveskið:  Jörðin er ekki tyggjóveski.  Útbjó hópurinn því lítið veski sem geymist vel í vasa eða stærra veski þar sem hægt er að setja notað tyggjó í og losa síðan í ruslatunnu eða heima.  Í hópnum voru:  Hrannar, Steini, Grétar, Elfa, Brynja.

Tirggjó:  Hópurinn fann upp vél sem endurvinnur tyggjó til ýmissa nota eins og byggingarefni, í föt, rólur, húsgögn og margt fleira.  Fólk yrði ráðið í vinnu til að safna upp tyggjói af götum.  Í hópnum voru. Jónas Þór, Gunnar Berg, Viktor, Mikael, Aron.

Allt sem fer upp fer aftur niður:  Hópurinn fann upp vél sem notar tyggjó sem gjaldmiðil.  Til dæmis gæti vélin verið eins og vélar í tívólíum þar sem hægt er að vinna bangsa, tyggjó, nammi eða annað dót þannig að maður borgar með notuðu tyggjói og fær eitthvað í staðinn.  Í hópnum voru: Kristinn, Bjarni, Óðinn og Olli.