Úti á Túni er menningarfélag sem er með aðsetur í Verbúðunum á Húsavík. Að því standa einstaklingar sem hafa mikinn áhuga á fjölbreyttu og blómlegu menningarlífi. Það stendur meðal annars fyrir kvikmyndasýningum og ýmsum minni viðburðum. Hægt er að senda póst á okkur á utiatuniverbudum@gmail.com og finna okkur á facebook.

ÚTI Á TÚNI Í VERBÚÐUM


Menningarfélagið Úti á Túni var stofnað í Túni árið 2010 en helsta markmið ÚÁT var að efla lista-, hönnunar- og menningarstarf á Húsavík og nágrenni en þó með áherslu á ungt fólk á öllum aldri.
ÚÁT var ungmenningarhús þar sem ungt fólk hafði aðstöðu fyrir frístundastarf og hönnuðir og listamenn hafði vinnustofur. Eitt af meginmarkmiðunum var samvinna milli þeirra sem í Túni störfuðu og að gera þá vinnu sýnilega.


Menningarfélagið lagðist í dvala um stund er er vaknað aftur af værum blundi og er menningarfélag sem er með aðsetur í Verbúðunum á Húsavík. Að því stendur fólk sem hefur mikinn áhuga á fjölbreyttu menningarlífi. Það stendur meðal annars fyrir kvikmyndasýningum o.fl. minni viðburðum. 
Ef þið hafið áhuga á að standa fyrir litlum viðburðum í samstarfi við okkur hafið þá endilega samband hér á síðunni eða í gegnum utiatuniverbudum@gmail.com.