Úti á Túni er menningarfélag sem er með aðsetur í Verbúðunum á Húsavík. Að því standa einstaklingar sem hafa mikinn áhuga á fjölbreyttu og blómlegu menningarlífi. Það stendur meðal annars fyrir kvikmyndasýningum og ýmsum minni viðburðum. Hægt er að senda póst á okkur á utiatuniverbudum@gmail.com og finna okkur á facebook.

Tuesday, March 6, 2012

LornaLab Reykjavík og Arduino stýribretti - Kynning Úti á Túni
























Halldór Úlfarsson myndlistarmaður og Þráinn Hjálmarsson tónskáld eru meðlimir í félagskapnum Lornalab í Reykjavík (reykjavikmedialab.is) og munu kynna þann starfa stuttlega en félagskapurinn ungi hefur verið vettvangur fyrir fólk með áhuga á skapandi notkun tæknilegra miðla og telur vísindafólk, listafólk og ýmiskonar sérfræðinga meðal félaga.

Við munum líka kynna Arduino stýribrettið (http://arduino.cc/) lauslega fyrir áhugasömum. Arduino er frábær opinn vélbúnaður (e. open source) sem má nota í velflesta stafræna stýringu á vélbúnaði, sem viðmót nema við tölvu osfrv. Þetta er einfaldara en það hljómar og í stuttu máli sagt eru líkur til að Arduino sé lausnin á fjöldamörgum vandamálum hönnuða, hobbýista, listamanna og grúskara þar tölvustýring myndi nýtast. Stýribrettið er bæði ódýrt og furðu einfalt fyrir byrjendur að átta sig á.

Við munum kynna eitt prójekt þar sem arduino er nýttur til stýringar, um ræði kvikmynda rigg með færslu á tveimur ásum. Sjá hér:
http://www.halldorulfarsson.info/unrealized/robomaster
"hausinn" á rigginu er með í för og við munum nota það sem dæmi til að sýna hvað er hægt að gera með arduino.
Líkur eru til að dórófónn komi líka með og verði kynntur lítillega:
http://www.halldorulfarsson.info/halldorophones/halldorophone5

Áhugasamir um stafrænt, vélrænt, hljóðrænt grúsk eindregið hvattir til að mæta.

VIÐBURÐURINN ER Í TÚNI (ÚTI Á TÚNI MEGIN) KL. 20 - MIÐVIKUDAGINN 7. MARS