Úti á Túni er menningarfélag sem er með aðsetur í Verbúðunum á Húsavík. Að því standa einstaklingar sem hafa mikinn áhuga á fjölbreyttu og blómlegu menningarlífi. Það stendur meðal annars fyrir kvikmyndasýningum og ýmsum minni viðburðum. Hægt er að senda póst á okkur á utiatuniverbudum@gmail.com og finna okkur á facebook.

Tuesday, September 21, 2010

Smiðja fyrir slysavarnakonur




















Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að um síðustu helgi fór fram þing slysavarnakvenna á landsvísu. Við í Túni vorum svo heppin að fá að taka þátt í því. Arnhildur og Sigga voru með smiðju fyrir tvo eldhressa og skemmtilega hópa. Í smiðjunni fólst að konurnar áttu að leysa vandamál. Vandamálið var “Að karlmenn missa athygli og verða auðveldlega truflaðir ef sést í brjóstaskoru hjá kvenmönnum.” Verkefni kvennanna var að finna lausn á þessu vandamáli og til þess að leysa vandamálið áttu þær að útbúa vöru sem þjónar þeim tilgangi að leysa þetta vandamál. Það sat nú aldeilis ekki í konunum og margar stórskemmtilegar hugmyndir komu fram. Það sem m.a. varð til var Lúpa sem er frábært hálsmen fyrir konur sem þora. Það er búið til úr orkusteinum frá fjallahéruðum Maja. Steinarnir skreyta, menn geta dáðst að þeim og þeir dáleiða. Skoruskjól sem er fjölnota klútur sem hylur brjóstaskoru. Fyrirlesarafesti sem er hálsmen með spegli og keðju. Haltu athyglinni góði gleraugu. Afruglarinn sem er peysubrjóst sem fer vel í veski og hægt er að grípa til við ýmis tilefni. Og Hula sem er bringukragi sem hylur skoruna. Ef til vill eiga einhverjar þessara hugmynda eftir að slá í gegn á heimsvísu og geta þá verið liður í fjáröflun slysavarnakvenna.