Úti á Túni er menningarfélag sem er með aðsetur í Verbúðunum á Húsavík. Að því standa einstaklingar sem hafa mikinn áhuga á fjölbreyttu og blómlegu menningarlífi. Það stendur meðal annars fyrir kvikmyndasýningum og ýmsum minni viðburðum. Hægt er að senda póst á okkur á utiatuniverbudum@gmail.com og finna okkur á facebook.

Thursday, February 10, 2011

Teiknikaffihús "Úti á Túni"

Eins og alla miðvikudaga var opið hús hjá okkur "Úti á Túni" í gær 9. febrúar.  Þema kvöldsins var "Teiknikaffihús" og var það opið fyrir alla þá sem hafa áhuga á teikningu (og kaffi) og var góð mæting.  Baldur Kristjánsson listamaður sá um leiðsögn og sýndi sín verk og annara.