Úti á Túni er menningarfélag sem er með aðsetur í Verbúðunum á Húsavík. Að því standa einstaklingar sem hafa mikinn áhuga á fjölbreyttu og blómlegu menningarlífi. Það stendur meðal annars fyrir kvikmyndasýningum og ýmsum minni viðburðum. Hægt er að senda póst á okkur á utiatuniverbudum@gmail.com og finna okkur á facebook.

Thursday, February 10, 2011

Nóg að gera í Hugmyndasmiðjunni

Tvisvar sinnum í viku í febrúar koma 12 krakkar hingað í Hugmyndasmiðjuna til okkar í Tún og útbúa þar ýmis listaverk.  Það skortir ekkert á hugmyndaflugið og vinnusemina.  Meðal afurða í vinnslu er puttaprjónað gluggaskraut auk þess sem kíkt er á myndbönd og myndir af hugmyndum sem aðrir hugmyndasmiðir hafa verið að bralla víðsvegar um heiminn, meðal annars píanótröppur og blöðrugeimflaug.  Við komum til með að setja inn myndir annað slagið af því sem er að gerast hjá okkur.