Úti á Túni er menningarfélag sem er með aðsetur í Verbúðunum á Húsavík. Að því standa einstaklingar sem hafa mikinn áhuga á fjölbreyttu og blómlegu menningarlífi. Það stendur meðal annars fyrir kvikmyndasýningum og ýmsum minni viðburðum. Hægt er að senda póst á okkur á utiatuniverbudum@gmail.com og finna okkur á facebook.

Tuesday, June 7, 2011

Myndlistarsýning nemenda í Borgarhólsskóla

Í dag er í gangi myndilstarsýning nemenda í Borgarhólsskóla í tilefni af skólaslitum. Þar er að finna alls kyns myndir og fjölbreytt myndefni eftir nemendur í 2. bekk og upp úr. Nemendurnir settu sjálfir upp sýninguna í samstarfi við kennarann sinn Arnþrúði Dagsdóttur.