Úti á Túni er menningarfélag sem er með aðsetur í Verbúðunum á Húsavík. Að því standa einstaklingar sem hafa mikinn áhuga á fjölbreyttu og blómlegu menningarlífi. Það stendur meðal annars fyrir kvikmyndasýningum og ýmsum minni viðburðum. Hægt er að senda póst á okkur á utiatuniverbudum@gmail.com og finna okkur á facebook.

Sunday, January 30, 2011

Hugmyndasmiðjan

Í vetur langar Hugmyndasmiðjuna að bjóða upp á tilboð fyrir börn í samstarfi við vinnustofur ungmenningarhússins “ÚTI Á TÚNI”.

Tilboðið miðast að því að bjóða börnum frá 3-5. bekk upp á aðstöðu og aðstoð við verkefni sem tengjast listum og hönnun.  Sum barnanna hafa mögulega eigin hugmyndir/verkefni sem þau langar að vinna og fá aðstoð við það, en einnig munu verkefni þróast á staðnum. Verkefnin geta til dæmis tengst málun/teiknun, saumum og gerð hluta úr ýmsum efnum. 
Hugmyndasmiðjan verður á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 15-17, 3. – 28. febrúar.
Tekið verður á móti takmörkuðum fjölda en ef margir sækja um verður haldið nýtt námskeið í framhaldi af hinu.

Þáttökugjald er 5000 kr.

Skráning eigi síðar en föstudaginn 28. janúar á eftirfarandi netföng:

Arnhildur Pálmadóttir:  arnhildur@simnet.is
Sigríður Hauksdóttir:   siggahd@simnet.is